5. ágúst 2008

Stafræna handavinnan

E.t.v. hafa dyggir lesendur mínir gaman af því að sjá hvað ég hef verið að bardúsa upp á síðkastið. (Þessa klausu skrifa ég svo engin(n) haldi að ég sé beinlínis að fara að monta mig - ó, nei!)  Ég segi ekki að ég gangi prjónandi milli bæja en aftur á móti hugsa ég stundum um pixla, í sólbaði …

Hvor litlu myndanna krækir í stórt pdf-skjal (sem allir geta prentað út :)

Uppskriftin er: Óendanleg þolinmæði í að skrapa saman gömlum myndum, með jákvæðum og neikvæðum strokum; óendanleg þolinmæði í að lagfæra gömlu myndirnar; spennandi grúsk í gömlum dagblöðum, á timarit.is, skoðun frírra skrapp-mynstra á Vefnum (sjá dæmi) og så videre …

5 ummæli við “Stafræna handavinnan”

 1. Harpa J ritar:

  Þegar ég ætlaði að opna þessar fínu myndir þá fékk ég upp ægilega ógnandi rauða viðvörun ,, Reported Attack Site” og så videre og þorði auðvitað ekki lengra. en þetta virðist mjög flott svona í litla forminu.

 2. gua ritar:

  Velkomin aftur í bloggheima :) kveðja gua

 3. Harpa ritar:

  Harpa: Mér dettur í hug að þú þyrfti að uppfæra Adobe Acrobat í tölvunni þinni. Mín er gjörvírushreinsuð!

  Sjalið þitt er æði! Ég er búin að fletta og skoða þessi ókunnu brúðhjón alltaf af og til svo ég geti horft á þetta sjal. Svei mér ef þetta er ekki með fallegustu hannyrðum sem ég hef séð!

  (Þið hin, forvitnu: Smella á Harpa J undir “Blogg sem ég les” á hægri hliðarrein.)

 4. Ragna ritar:

  Hæ Harpa, gaman að sjá að þú ert aftur farin að blogga. Nú er ég komin heim til mín og það er alveg yndislegt. Ég geri náttúrulega ekki neitt annað en að liggja í sófanum eða rúminu mínu og lesa og horfa á sjónvarp. Þetta er auðvitað frekar leiðinlegt sérstaklega þar sem ég hef ekkert gert annað í þrjár vikur nú þegar. Það þýðir víst ekkert að kvarta, svona er þetta bara. Ég fer aftur á FSA eftir tvær vikur í frekari rannsóknir en þangað til mun ég liggja með tærnar upp í loft og láta stjana við mig.
  Kveðja, Ragna

 5. Harpa ritar:

  Gott að þú ert komin heim, skan! Það er ábyggilega alveg hundleiðinlegt að liggja með tær upp í loft alla daga en rifjaðu upp ömmu sem lá í gipsi í eitt og hálft ár - minnir mig að mamma hafi sagt - við brjósklosi. Eða Gússí einhven álíka tíma við berklum í baki (að mig minnir, annars er ekkert að marka hvað mig minnir). En þú átt alla mína samúð; mér hefur aldrei þótt sérlega gaman að vera kippt út úr daglegu lífi og gerð að sjúklingi á deild / heima.

  Westurbæjarhjónin ætla að koma hérna við í dag - á leið í Flatey - og færa mér gömul albúm og myndir. Ég hlakka mjög til að sjá góssið!

  Þetta blogg ætti að létta aðeins á símatíma; Þegar maður hefur hringt í Freyju, Einar og þig og foreldrasettið er eyrað bólgið! Miklu þægilegra fyrir alla aðila að sníkjublogga á föstum vettvangi.