27. nóvember 2008

Ástandið

Myndir lýsir deginum í dag. Hve stutt er þar til ég hætti alveg að geta talað eða lagt saman 2 + 2 eða lesið léttan reyfara er erfitt að meta. Ég væri til í að býtta á þunglyndinu í flesta aðra sjúkdóma en slíkt býðst því miður ekki. Enginn ljós punktur í dag og mikil uppgjöf.

Þetta endar alltaf eins: Kona verður fangi þunglyndis, í lengri eða skemmri tíma.

   

6 ummæli við “Ástandið”

 1. hildigunnur ritar:

  Ohh, glatað! Hugsa til þín og vona þetta verði ekki langt kast.

 2. gua ritar:

  Æ þetta er hræðilegt ástand, sendi mínar bestu kveðjur yfir flóann. gua

 3. Ragna ritar:

  Sæl Harpa mín. Það er leiðinlegt að heyra hvað þú ert lasin, ég hugsa til þín á hverjum degi og bið þess að þér líði betur. Sjálf var ég að koma úr mikilli slark ferð til Akureyrar en ég lá inni á FSA í smá aðgerð í vikunni. Mestur tími fór í að bíða eftir flugi til og frá Akureyri og svo austur á Egilsstaði. Svo er aldrei skemmtilegt að fljúga í vitlausu veðri - ég þakka mínum sæla fyrir það að vera ekki flughrædd!

 4. Harpa ritar:

  Takk þið góðu konur - haldið áfram að hugsa vel til mín því ekki veitir af. Ég er verulega veik.

 5. freyja systir ritar:

  Elsku Harpa, ég sendi að sjálfsögðu batakveðjur líka og vona að þetta lagist fljótt.

 6. Vilborg ritar:

  Takk fyrir að halda samt áfram að skrifa, hef reyndar fundið sjálf í svipuðum hremmingum að það eitt getur haft góð áhrif, þ.e. að drösla sér að tölvunni hvað sem á gengur. Takk líka fyrir snilldarvefinn um formæðurnar og forfeðurna, á eftir að lesa þetta allt upp til agna :)