Færslur frá 11. desember 2008

11. desember 2008

Vímuð

Ég er svo vímuð af epoxy-lyktinni að ég hugsa varla skýrt.  Skil ekki hvernig nokkur maður getur haldið út að verða lím-fíkill! Ég man eftir þessu trendi í gamla daga, fyrir svona 30 árum síðan …

En mikið déskoti er ask-panellinn flottur!!

Hef reiknað út að ég fer yfir rúmar 1000 síður í þessari prófatörn (og svoleiðis törnum almennt). Rúmlega 100 nemendur og rúmlega 10 síður í nær öllum prófunum gera 1000, er það ekki?  (Held ég sé of epoxy-uð til að finna þetta út. Maður fer að skilja af hverju fíklar og alkar sækja í bókmenntir - sjálf meðtalin - þar sem ekkert er skilið jarðlegri spekt.)

Ef ég les einu sinni enn “Honum var beitt ofbeldi” eða “Henni var beitt ofbeldi” læt ég leggja mig inn! Ég höndla gömlu villurnar ágætlega ekki síður þær nýrri af nálinni.

Ummæli (6) | Óflokkað, Daglegt líf