11. desember 2008

Vímuð

Ég er svo vímuð af epoxy-lyktinni að ég hugsa varla skýrt.  Skil ekki hvernig nokkur maður getur haldið út að verða lím-fíkill! Ég man eftir þessu trendi í gamla daga, fyrir svona 30 árum síðan …

En mikið déskoti er ask-panellinn flottur!!

Hef reiknað út að ég fer yfir rúmar 1000 síður í þessari prófatörn (og svoleiðis törnum almennt). Rúmlega 100 nemendur og rúmlega 10 síður í nær öllum prófunum gera 1000, er það ekki?  (Held ég sé of epoxy-uð til að finna þetta út. Maður fer að skilja af hverju fíklar og alkar sækja í bókmenntir - sjálf meðtalin - þar sem ekkert er skilið jarðlegri spekt.)

Ef ég les einu sinni enn “Honum var beitt ofbeldi” eða “Henni var beitt ofbeldi” læt ég leggja mig inn! Ég höndla gömlu villurnar ágætlega ekki síður þær nýrri af nálinni.

6 ummæli við “Vímuð”

 1. Gurrí ritar:

  Flottar villurnar sem maður sér stundum í auglýsingum, dæmi: Tónleikar til styrktar Guðmundar.
  Urra svolítið yfir því. Hefði haldið að “honum var beitt ofbeldi” væri bara grín en ég trúi þér og hef einlæga samúð með þér.

  Jamm. Svo stendur til að hækka strætófargjaldið hjá Skagamönnum upp í 840 kall fyrir staka ferð og mánaðarkortið í rúmlega 17.100, var 5.700 kall. Dágóð skattahækkun á erfiðum tímum. ;)

 2. Harpa ritar:

  Gurrí: Ég hef nú lesið honum/henni var beitt ofbeldi u.þ.b. 30 sinnum (lauslega áætlað á 55 manna hóp). Það liggur við að ég plani beitingu ofbeldis á prófsýningardag ;)

  Ætla rétt að vona að einhver af mæddu mæðrunum fái ekki flog yfir þessu kommenti …

 3. Einar ritar:

  Sé fyrir mér fyrirsögnina: “Nemanda var beitt ofbeldi af kennara. - Móður hans reyndi að verja honum”

 4. Harpa ritar:

  Sem minnir mig á það: Varst þú nokkuð í fjölskylduferð í Básum um helgina?

 5. Harpa ritar:

  Sé reyndar núna að epoxý-þokan hefur klúðrað minni síðustu málsgrein svo nú er færslan algerlega óskiljanleg ..

 6. Einar litli bróðir Hörpu ritar:

  Já, ég var í Básum um helgina!