Færslur frá 5. ágúst 2008

5. ágúst 2008

Stafræna handavinnan

E.t.v. hafa dyggir lesendur mínir gaman af því að sjá hvað ég hef verið að bardúsa upp á síðkastið. (Þessa klausu skrifa ég svo engin(n) haldi að ég sé beinlínis að fara að monta mig - ó, nei!)  Ég segi ekki að ég gangi prjónandi milli bæja en aftur á móti hugsa ég stundum um pixla, í sólbaði …

Hvor litlu myndanna krækir í stórt pdf-skjal (sem allir geta prentað út :)

Uppskriftin er: Óendanleg þolinmæði í að skrapa saman gömlum myndum, með jákvæðum og neikvæðum strokum; óendanleg þolinmæði í að lagfæra gömlu myndirnar; spennandi grúsk í gömlum dagblöðum, á timarit.is, skoðun frírra skrapp-mynstra á Vefnum (sjá dæmi) og så videre …

Ummæli (5) | Óflokkað, Daglegt líf