Færslur frá 28. október 2008

28. október 2008

Tilkynningarskyldan

Var að vakna … eftir þriggja tíma bjútíblund => er nokkuð normul í augnablikinu.  Það gekk allt á afturfótunum hjá mér í morgun, í Eglu, því ég mismælti mig þvers og kruss í Vínheiðarorustupakkanum! Var þó útsofin en blessuð börnin bentu mér á að nú segði ég Aðalsteinn Skotakonungur og gott ef ég var ekki komin með Ólaf Englandskonung … maður þakkar fyrir að hafa drepið réttan mann (Þórólf) og leyft Agli að lifa.

Þetta er frekar fúlt þegar þess er gætt að ég ætti að kunna Eglu utanað. 

Annað sem ég þurfti að bardúsa hér heima og uppi í skóla gekk ljómandi vel.  Ég knúsaði nýja námsráðgjafar-nemann sem er Vala frænka úr nágrannabyggðinni.

Nú er að leggjast í sófa og lesa Sálfræðiritið (eða eitthvað svoleiðis) en megnið af því fjallar um þunglyndi frá öllum hliðum, endum og köntum. Ég er hins vegar bara búin að lesa fyrstu greinina sem fjallar um fólk sem nagar göt á sig sjálft.  Áhugavert!

Ummæli (0) | Óflokkað, Geðheilsa