Færslur frá 30. október 2008

30. október 2008

Pirringur

Ég var últra-geðvond í gær út af ýmsu í umhverfi mínu sem ég fæ vitaskuld ekki breytt. (Að sjálfsögðu á þessi yfirlýsing ekki við nemendur - mér leið skást inni hjá þeim.) Það sem pirrar mig mest hefur verið lengi til staðar en yfirleitt tekst mér að líta fram hjá því, hugsa með vorkunn eða færa mig annað. Þarna er gott að hanga á Al-anon frasanum “Live and Let Live”.

Svo er Skammhlaup á morgun, sem þýðir að allur skólinn keppir í öllu mögulegu.  Þetta fyrirbæri var fundið upp af íþróttakennara (en ekki hvað!) og mér finnst drepleiðinlegt að taka þátt í því.  Mætti þó hugga sig við að ég fæ að gera “íslenskuþraut” (sem verður að vera lauflétt og löðurmannleg) en er ekki send ár eftir ár til að meta Limbó eða kaðlaklifur í íþróttahúsinu! Eins og svo margt annað er þetta Skammhlaup komið til að vera og dæmi um það sem ég fæ ekki breytt; Ætti þ.a.l. að sætta mig við það.

Svona raðast upp æðruleysisæfingar allt í kringum mann, óumbeðnar.

Ummæli (2) | Óflokkað, Geðheilsa