Færslur frá 13. nóvember 2008

13. nóvember 2008

Handhæg verkefni önnur en lagnir

Freyja: Það er varla að ég trúi því að háskólakennari (vestr’á Melum?) skuli ekki vita- eða skilja að „Ég skildi að orð er á Íslandi til / um allt sem er hugsað á jörðu“ (Einar Ben.) og öll þessi orð eru geymd á Árnastofnun, sem nú dekkar Íslenska málstöð, Ritmálsskrá o.fl. Maður gerir svona:

Opnar http://www.arnastofnun.is/

Dundar sér við að lesa orð vikunnar og ýmislegt annað en uppáhaldið mitt er Ritmálsskrá - sjá menjú neðst í hægra horni.

Slá inn gægsni og fá upp upplýsingar um að fjögur dæmi séu þekkt og fleira krapp sem má sleppa að lesa. Smella á Sjá dæmi.

Kemur þá í ljós að þetta er ekki meinlaust orð eða lítilsháttar fökkjú heldur:


1
hún var miklu eldri en hann og gægsni. gægsni BGröndRit   IV, 362
Aldur: 19ms
2
Svona grasvembill og gægsni eins og því ættir að hafa vit á að þegja. gægsni KristmGNátt   , 100
Aldur: 20m
3
Og þessi gægsni hafði hún verið að hugsa um að giftast. gægsni KristmGBrúð   , 194
Aldur: 20ms
4
Þetta er andskotans gægsni.

Maður ætti kannski að lesa þennan texta eftir Gröndal - lofar góðu! 

Vandamál 2: Tölvupóstur nær ekki til Hörpu.  Sko, við kerfisstjórinn (í FVA) erum búnar að senda póst þvers og kruss án vandkvæða.  Sennilega er þetta sambúðarvandi við blogg.is.  Ég tékkaði á kæfum og ekki er vandinn þar. Það væri voðagott ef Örverpið sendi póst á anna@fva.is með afriti af því bréfi sem það / hann fékk í hausinn um að harpa@fva.is væri týnd og tröllum gefin. Ef málin leysast ekki þannig tala ég við Örvar á blogg.is (ég held reyndar að vandinn sé þar því venjulegur póstur berst óhindrað.

Jæja, verð að fara að búa til krossapróf handa litlu skinnunum mínum …

Sjáumst!

Ummæli (3) | Óflokkað, Skólamál