Færslur frá 14. nóvember 2008
Yfirvofandi Útsvar!
Við Vífill erum að setja okkur í stellingar fyrir Útsvar. Spennan hefur aukist í dag með miklum bréfaskiptum ættingja minna og strákanna. Austfirska systirin hefur litast af málfari sinna verkamanna-kúnna af ýmsum þjóðernum og sagði: “Máni - þú massar þetta í kvöld er það ekki?”
Annað austfirskt pepp hljóðaði svona:
“Gangi þér vel í Útsvarinu!
En er ekki málið að mæta á tónleika hjá Háskólakórnum? Besta kórnum á Íslandi og þótt víða væri leitað!”
Þau sunnlensku eru heldur linmæltari í sínu hrósi verður að segjast. Þessi tvö litlu voru reyndar á tímabili ógislega fyndin í orðaleikjum um vita (að eigin mati) - NOT!
Máni er kúl og hefur gert sínar ráðstafanir, skv. tölvupósti:
“Vitringum bæjarins verður safnað saman í gamla vitanum. Þar verður þremur hröfnum og einum bæjarfulltrúa fórnað til heiðurs Mímis, guðs spurningakeppna. Símavinurinn verður vitaskuld þar.”
Ég get ekki séð að hægt sé að undirbúa sig betur en frumburðurinn hefur gert skv. þessu bréfi!
Í lókalblaðinu (Skessuhorninu) var örviðtal við frumburðinn. Þar sagði hann liðið fullskipað og fullskipulagt: Sjálfur sér hann um að hlaupa, Þorvaldur sér um að leika en Steingrímur kollegi situr í miðjunni og sér um að vita. Mér sýnist þetta fúllprúf skipulag!