Færslur frá 28. desember 2008

28. desember 2008

Snuff óátalið á Moggabloggi

Ég er yfir mig hneyksluð á sofendahætti Moggabloggs / Morgunblaðsins; að umsjónarmenn þess séu ekki búnir að taka bloggarann Jens Guð og fleygja honum og hans bloggi út í hafsauga. Auðvitað hefur kona eins og ég samúð með fólki sem ekki gengur heilt til skógar (eins og margir á topp-tíu lista moggabloggins enda tæpast á færi nema öryrkja að blogga þrisvar-fjórum sinnum á dag / nótt) en einhvers staðar fær maður nóg. Núna er það linkurinn í snuff-myndina sem Jens hefur sett inn, hvar horfa má á manneskju drepna í alvörunni. Ég hef ekki skoðað myndbandið, til þess þykir mér of vænt um mig.

Ég leit á skilmála bloggsins og fann þessa gullvægu reglu sem Morgunblaðið hefur sett: „Með því að staðfesta þessa skilmála er notandi að staðfesta að hann beri ábyrgð á öllum skrifum, myndbirtingum, myndbandabirtingum og öðru efni sem birtist á síðu hans. Óheimilt er að birta á síðum efni sem særir blygðunarsemi manna. Morgunblaðið ber á engan hátt ábyrgð á því sem notandi eða þeir sem heimsækja síðu notanda setja á síðu notanda.“  Sumsé er óheimilt að birta „efni sem særir blygðunarsemi manna“ en Mogginn ætlar samt ekkert að  skipta sér af því bloggarinn sjálfur ber ábyrgð á að birta efni sem er óheimilt að birta!??!!

Jensi Guðmundssyni auglýsingateiknara hefur á einhvern dularfullan hátt tekist að sannfæra obba lesenda sinna um að hann hafi 5 háskólagráður eins og Georg Bjarnfreðarson. Það er merkilegt, ekki síst í ljósi þess að auglýsingateiknun taldist iðnnám og var kennd í Myndlista- og handíðaskólanum.  Núna heitir þetta nám grafísk hönnun en er líklega enn á framhaldsskólastigi. Um ævina hefur þessi maður síðan unnið sitt lítið af hvurju og virðist ekki hafa safnað ryki í sama starfinu lengi. Þannig að stórkarlalegar yfirlýsingar hans um menntun í markaðsfræði og markaðsfræðilegar rannsóknir sem hann hefur gert eru sennilega svipaðar og nemendur vinna í sálfræðiáföngum framhaldsskóla.

Nú má auðvitað spyrja sig af hverju ég sé að blogga um þetta mál.  Verður það ekki til þess að fjölga heimsóknum á blogg Jens Guðmundssonar? Virkar þetta eins og auglýsing? Á maður að láta „Sleeping Dogs lie“ og ekki skipta sér af misvitru eða misbiluðu eða misfullu fólki?  Þeir eru margir sem lýsa þeirri skoðun sinni í kommentadræsu guðsins, altso að sé ógislegt kík mar ekki …

Mér finnst gott að hreinsa minn huga af soranum með  bloggi. Þessi færsla virkar því svipað og brúsi af Brasso fyrir mig. Hún virkar væntanlega eins og blekbytta fyrir talsmenn algers tjáningarfrelsis.

Ummæli (19) | Óflokkað, Geðheilsa