Færslur frá 3. febrúar 2009

3. febrúar 2009

Ósköp klén

Ég meldaði mig veika í dag - gat ekki hugsað mér að hitta litlu ljúflingana mína, hvað þá kennarastofuna.  Aðallega var mér flökurt og illt í hálsi en ég veit að þetta eru bara feik-einkenni: Það er geðveikin sem dulbýst svona! Ég er ansi hrædd um að ég verði á Joe Boxer hérna heima á morgun líka.

Ég held að ástæðan sé fjölskylduboð á Laugarvatni á sunnudaginn.  Þar var margt um manninn, frábær matur og mjög gaman. Svo kemur þetta í hausinn á mér eftir á.  Svo virðist sem ef ég hitti mikið fleiri en tíu manns í spjalli sé það of erfitt fyrir mig. En ég hef ekki hugsað mér að vera eins og lík í líkhúsi (þau spjalla ekki) og þá er að taka því sem á höndum ber.

Ummæli (0) | Óflokkað, Geðheilsa