17. febrúar 2009

Kvikindið vaknað = merki um bata

Freyja segir að síðasta færsla hljómi hræðilega.  Ég er alveg sammála henni en þetta er samt bara raunsæ lýsing á deginum; hann var hræðilegur!  Ég hætti umsvifalaust á auknum skammti af Zyban en helv. lyfið er 10 daga að skolast úr líkamanum svo ég tók ekki sénsinn á að henda hinni töflunni út í hafsauga strax.

Góðu fréttirnar eru þær að ég skrifaði mínum góða lækni sem tók hysterísku bréfi sjúklingsins síns af stakri ró og er sammála mér um að endurskoða lyfjatöku mína - og vonandi sjúkdómsgreiningu líka!

Það eru einnig góðar fréttir fyrir mig að ég hvæsti smávegis á póstlista kennara þegar yfir okkur helltist loðmullulegt grunnskólakjaftæði, sem er því miður að finna í framhaldsskólalögunum frá 1996. Við erum auðvitað alla daga að vinna að þessum markmiðum ljóst og leynt, í kennslustundum og utan, og alger óþarfi að núa okkur þeim um nasir. Ég vil alls ekki líta til grunnskólans sem fyrirmyndar; ekki hef ég áhuga á að sinna starfi mínu eftir stimpilklukku eða reyna að hugnast mistækum stjórnendum. (Reyndar hef ég unnið eftir stimpilklukku um ævina, það var í frystihúsinu á Raufarhöfn fyrir svona 35 árum. Mig minnir að stjórnendur þar hafi einnig verið doldið mistækir.)

Mér er ljóst að ekki hafa allir sama álit á köstun í kekki eða smávegis þrasi. Mér leiðist hins vegar þessi óendanlega meðvirkni, þegar einhver reynir að slétta allar misfellur og hamra á að auðvitað séu öll dýrin í skóginum vinir.

Það að ég skuli yfirhöfuð nenna að hafa einhverja skoðun er ákaflega hollt og gott fyrir geðið í mér. Ég hef líka látið eftir mér að vera með smávegis uppsteyt á kennarastofunni og leið ofboðslega vel á eftir. Kvikindið í mér er vaknað og ég er hætt að vera eins og hver önnur læpuleg Þyrnirós. Væri ég enn inni á feisbúkk myndi ég áreiðanlega hella andstyggilegum kommentum yfir fésbókarsvæði hvers systkinis!  Djöst for the fönn of it. Þið heppin að ég skuli hafa yfirgefið svæðið nokkurn veginn ósködduð.

16 ummæli við “Kvikindið vaknað = merki um bata”

 1. Harpa J ritar:

  Smávegis uppsteyt á kennarastofunni eru bráðnauðsynleg!

 2. freyja systir ritar:

  Ég sé að þú ert að hressast;-)) Það var nú gott!

  Mér finnst ég hafa heyrt einhverja fleiri segja að þetta Zyban sé alger vibbi. Er þetta ekki það sem er notað til að hætta að reykja?

 3. Harpa ritar:

  Jú, Zyban er nokkurs konar Antabus fyrir reykingamenn sem vilja hætta. Þeir eiga reyndar að taka miklu stærri skammta yfir daginn en ég var að dúlla við á morgnana. Ég ætla rétt að vona að sem flestir tilvonandi-hættir reykingamenn þoli þetta skár en ég, sem reykti eins og ég gat en fékk ekki sama fúttið úr sígarettunni …

  Mitt lyf hét Wellbutrin og um það eru engar upplýsingar á lyfja.is Maður verður að vita að þetta er samheitalyf Zybans til að finna upplýsingar, undir Zyban.

 4. Ragna ritar:

  Eru stimipilklukkur í grunnskólum?

 5. Harpa ritar:

  Í okkar góða Kardemommubæ hefur verið sett upp svoleiðis kerfi í báða grunnskólana, væntanlega vegna gruns um stórfelld vinnusvik eða sem staðfestingu á mikilli áður hulinni vinnu í skólanum.

  Það er því vel til fundið, finnst mér, að leyfa Gutta skólastjóra núna að passa ræðutíma þingmanna, að vísu ekki með stimpilklukku heldur bjöllu og e.t.v. skeiðklukku. Hann ætti að finna sig doldið vel í þessu hlutverki.

  Við í fjölbraut höfum svarið að stimpilklukkur verði ekki settar upp þar nema yfir okkar dauðu líkami!

 6. Ragna ritar:

  Ég hef bara aldrei áður heyrt um stimpilklukku í grunnskóla og er mjög hissa á að slíkt skuli fyrirfinnast í þeim stofnunum! Sem betur fer þekkist þetta ekki hér í Fjarðabyggð…..

 7. Einar ritar:

  Vér ráðuneytisstarfsmenn erum með svona klukku, þar sem bæði er hægt að stimpla sig út og inn, jafnvel oft á dag.

 8. Harpa ritar:

  Mig minnir að mágkonan sé ekkert alltof hrifin af sama systemi í sínu ráðuneyti; það sé erfitt að stimpla sig inn þegar maður er t.d. á Kípur eða London eða Dusseldorff eða einhvers staðar þar sem er ekkert skjól. Þarf greinilega að finna upp fjar-stimpilklukku fyrir ráðuneyti og grunnskóla!

 9. Einar ritar:

  Það er ekkert mál að stimpla sig inn í útlandinu, maður gerir það í gegnum netið!

 10. Harpa ritar:

  Einar: Nemendur okkar reyna stundum að melda sig veika en skrifstofumeyjar sjá umsvifalaust í gegnum viðkomandi með númerabirti, sem birtir t.d. landsnúmer Kanaríeyja …

  Ég veit um einn nemanda sem snéri á þetta: Lét ömmu sína, hér á Skaganum, hringja á hverjum morgni meðan “veiki” nemandinn var í sólarlandaferð.

  Ef ráðuneytin ykkar fatta ekki að þið eruð í sitthvoru útlandinu og ekki einu sinni gervill í staðinn fyrir hvort … (svipað og sjálfstýrði flugmaðurinn í Airplace ?)þá fer maður nú að skilja af hverju vinna svo margir þarna við að gera ekki neitt og hvernig mætti skera duglega niður og auka afköst um leið!

 11. Harpa ritar:

  Sorrí … man það núna að myndin heitir Airplane …

 12. Einar ritar:

  Öhhh, maður loggar sig sko inn á þar til gerðan vef og skráir mætingur sem heitir “ferð erlendis”.

 13. freyja systir ritar:

  hvað gerir fólk sem er á “ferð innanlands”? er það líka til sem möguleg skráning?

 14. Einar ritar:

  jebbs, fer bara eiginlega aldrei í svoleiðis en það er hægt. Konan fór til að mynda ekki til Ísafjarðar í dag. Hún gerir það reyndar oft en sérstaklega mikið í dag.

 15. Lalla ritar:

  Ég mæli mðe algeru töfralyfi, ég var búin að prufa flestar tegundir af lyfjum með frekar döprum árangri, þar til doktorinn minn setti mig á lyf sem heitir Solian og það gjörbreytti öllu mínu lífi, frá því að liggja helst upp í rúmi dagana langa, fór ég allt í einu að vinna og flakka um heiminn eins og mér væri borgað fyrir það. Ég varð sem sagt active af því.
  Ég mæli með þessu lyfi við alla, kalla það alltaf sólarlyfið mitt, og þvílík breyting, kvíðinn að mestu leyti horfinn, svefninn kominn í lag, og bara allt lagaðist sem lagast gat.

 16. Harpa ritar:

  Fyrirgefðu Lalla að ég kommenteraði ekki strax til baka … en ég hef prófað Solian og það gerði því miður ekkert fyrir mig. Litium er í sama lyfjaflokki og ég get ekki fundið að pillurnar sem ég hef etið í nokkur ár geri nokkurn skapaðan hlut fyrir mig.