22. febrúar 2009

Smá móðurlegt mont

sem ég skrifa aðallega fyrir ömmurnar! En frumburðurinn er sumsé orðinn andlit skólans síns, HR.  Sé farið á http://www.ru.is þá eru þar kynningarmyndbönd á forsíðunni og drengurinn er bæði í vídjóinu um lagadeild og líka vídjóinu sem er þarna “Um Háskólann í Reykjavík”. 

 

Þótt auðvitað sé vitað frá forneskju að börn erfa gáfur frá mæðrum sínum en útlitið frá feðrum get ég ekki stillt mig um að benda á gáfulegt fas frumburðarins, þar sem þetta tvennt sameinast.

 

 

4 ummæli við “Smá móðurlegt mont”

  1. freyja systir ritar:

    ég er búin að skoða þetta og hann tekur sig vel út. Mér finnst spurning hverjum hann er líkur, aðallega þér held ég (og hvaðan koma þá gáfurnar?)

  2. Harpa ritar:

    Þetta er misskilningur: Drengurinn - eða báðir drengirnir - þykja einkar líkir Atla, á ættarmótum í þeirri ætt! Við Atli teljum að í upphafi, svona vel fram á fjórða ár, höfum við verið eins og tvíburar, þótt hvort væri á sínu landhorni. En svo fór að draga í sundur með okkur og eftir að við bæði lögðum niður hrikalega stóru gleraugun (sem náðu yfir hálft andlitið) ólíkjumst við dag frá degi.

    Þetta ruglar náttúrlega það fólk í ríminu sem ekki hefur stundað ættarmót beggja stófjölskyldna.

  3. Harpa ritar:

    Þegar ég fór að vakna betur (af middagskaffinu) sá ég hvaða krókaleið þú ert að fara, litla systir, og best að stoppa þig strax af: Það eru engin dæmi þess að drengir erfi gáfur frá móðursystur sinni! Þetta ætti nú Gísli þinn að geta útskýrt betur en ég …

  4. freyja systir ritar:

    ég var nú ekki alveg komin svona langt á krókaleiðinni en núna þegar þú segir það þá hefur hann áreiðanlega erft algebrugenin frá Kópaskeri!