23. mars 2009

Sljákkar í bloggynju

Ég get ekki bæði lesið Njálu, hoppað í tveimur mismunandi líkamsræktum og skrifað ÆM 848 4to (Ættarsöguna miklu). Soleiðis að ætla má að færslum fækki. Enn fremur taka ættarbréfin (póstlisti) sinn tíma og ég veit ekki hvernig ég væri hefði ég ekki haft vit á að komast af Feisbúkk - kalin á hjarta …

Lokað er fyrir ummæli.