Færslur frá 25. ágúst 2009

25. ágúst 2009

Jess!!! Ættarsagan mikla er komin í hús!

Ein mynd segir meira en þúsund orð og tvær myndir ættu því að vera á við tvö þúsund orða færslu …  Litlu myndirnar krækja í aðrar flennistórar af rígmontnum höfundi!

Þetta prjódjekt er meir en 10+, mælt í lopapeysum!  Að sjálfsögðu er gripurinn ekki ókeypis en skipaðir áskrifendur fá kostnaðaryfirlit og rukkun í tölvupósti. Svo reikna ég með því að þá áskrifandi er orðinn áttræður safni hann öllum sínum afkomendum saman og tilkynni hvaða uppáhaldserfingi fái Ættarsöguna miklu …

Ættarsagan smærri verður helmingi ódýrari en hún verður ekki í eins flottu broti og bandi og þessi stóra. (Markhópurinn hennar er sennilega með lægri tekjur en markhópur Ættarsögunnar miklu.)

Eiginlega ætti ég að halda námskeið í hvernig maður snuðrar á vef og hvernig hægt er setja saman flott ættarrit, í ýmsu formi.

Rögnu bók fer í póst á morgun - reynt verður að koma hinum til skila í vikulok - um ákv. ráðuneyti þar sem fólk hefur tíma til að taka á móti pökkum til dreifingar.

Ummæli (6) | Óflokkað, Ættin