17. september 2009

Botninn í námskeiðahaldi

Í dag sátum við starfsmenn FVA svo lélegt námskeið að það er óumblogganlegt!

3 ummæli við “Botninn í námskeiðahaldi”

 1. hildigunnur ritar:

  Þú getur ekkert bara skrifað svona og skilið okkur eftir í óvissu!

  (eða jú auðvitað geturðu það ef þú vilt…)

 2. Harpa ritar:

  Sko, ef einhver býður stofnuninni ykkar námskeið á vegum Lýðheilsu … eitthvað eða Menntasviðs … eitthvað, ekki vera svo græn að mæta á það! Þetta er þvæla dauðans!, á að fjalla um streitu og viðbrögð við henni en við framhaldsskólakennarnir fengum fljótlega nóg af verst skipulögðu umfjöllun, fjas um sorgarviðbrögð tengd við finnsku kreppuna sálugu, sem ég hef heyrt og megnið um magaverki lítilla barna! (Við framhaldsskólakennarar erum almennt komin úr barneign.) Námskeiðshaldarar heita Gunnar Finnbogason og Halla Jónsdóttir en námskeiðið hét firna löngu nafni með löngum undirtitli sem var eitthvað um streitu.

  Á mínu borði skemmtum við okkur reyndar konunglega við að kjafta um glataðar spurningarnar varpað fram í sal öðru hvoru eða hvíslast á um hörmungina og flissa eins og nýnemaskinkur eða bara “himle med øjnene”.

  Jákvætt mætti telja að nú vitum við ennþá betur en áður hvernig alls ekki á að kenna eða presentera nokkurn skapaðan hlut!

 3. hildigunnur ritar:

  Takk fyrir aðvörunina, tek þetta til greina.