29. október 2009

Geðillska dauðans

Ég er í einhverjum tilfinningarússíbana og er stundum svo geðvond að ég gæti barið mann (mundi þá náttúrlega velja einhvern mjög lítinn og ekki með vöðva ;)

Staffið er afar þolinmótt og erfir ekki við mann alls konar tiktúrur og vitleysu, sem betur fer. 

Fer í helgarleyfi seinni partinn á morgun og vona að ég káli ekki fjölskyldunni ;)   Annars gæti þetta verið batamerki því ég er þá ekki eins gaddfreðin og áður.

Hafið það gott!

3 ummæli við “Geðillska dauðans”

 1. Ragna ritar:

  Hafðu það gott um helgina Harpa mín.

 2. Þóra Kristín Stefáns ritar:

  Heil og sæl.
  Er þjáningasystir þín í þunglyndinu, en líður vel í dag.
  Ég var 44 sólarhringa á 32A í sumar og bið að heilsa starfsfólkinu.
  Ég hugsa til þín og vona og bið að þér fari að líða betur.
  Mínar bestu kveðjur til þín.
  Þóra Kristín

 3. Harpa ritar:

  Man þegar við hittumst, Þóra Kristín, uppi í Fossatúni … var það í sumar eða fyrra? Ég skal skila kveðjunni til starfsfólksins á 32A.