4. nóvember 2009

Langir eru dagar og enn lengri nætur

paa Galehuset! Í gær var ég nokkurn veginn OK, fannst veður fagurt og fór í langan löbbutúr. Í dag seig allt aftur í sama farið. Má segja að frá því laust eftir hádegi sé ég fötluð, fatlaðri eftir því sem líður á daginn og á kvöldin orðin að múmíu. Að sjálfsögðu leik ég Pollýönnu eftir bestu getu.

Það verður gott þegar þessi dýfa lætur undan síga og ég kemst aftur í hóp lifenda.

Ég er afar hrygg yfir þeim sorglegu fréttum sem berast úr mínum heimabæ en það er tæpast við hæfi að votta samúð á blogginu.

Lokað er fyrir ummæli.