Færslur frá 10. desember 2009

10. desember 2009

Ef

ég sæi minnsta möguleika á að fá almennilegt læknadóp inni á geðdeild færi ég umsvifalaust á bráðamóttökuna! Ég gæfi hvað sem er til að fá frí frá sjúkdómnum í nokkra klukkutíma á dag! Því miður er allt tálvonir og ég verð að lifa í þessu helvíti áfram, með minni eigin skömmtun lyfja. Þetta minnir mig á fæðingu frumburðarins, þegar kona hugsaði sem svo að ef hún fengi smá pásu frá hríðunum gæti hún alveg haldið þessu áfram … sjálfsagt kannast margar konur við þá hugsun. En við erum ekki að tala um sólarhrings píningu hér; ég reyni að komast gegnum vikulanga daga án þess að grenja alltof mikið eða skjálfa allt of mikið eða pæla alltof mikið í mismunandi sjálfsvígsaðferðum.

Það er ekkert hægt að gera! Hugsanlega má skoða tímafrekar hrossalækningar eftir hátíðar.

Ummæli (8) | Óflokkað, Geðheilsa