Færslur frá 20. desember 2009

20. desember 2009

Bara

engar fréttir. Dagurinn í gær var fínn enda lá ég í rúminu bróðurpart dagsins. Þannig tókst mér að lesa heila bók. En ég merki enga sérstaka breytingu á líðan og reikna með að hún verði slæm áfram og ég fötluð.

Jósefína virðist hafa stofnað síðu á Facebook í nótt - a.m.k. lá vinaboð frá Jósefínu Dietrich í pósthólfinu mínu. Ótrúlega gáfaður þessi köttur!

Ummæli (0) | Óflokkað, Geðheilsa