Færslur frá 28. desember 2009

28. desember 2009

Möbíus

Dagurinn í dag hefur verið með skásta móti og ég fylgt fötum núna seinnipartinn. Ég nenni samt ekki að skrifa um eigin líðan í augnablikinu (hún hefur hvort sem er ekki breyst sem heitið getur lengi …) en set inn stutta færslu til að grobba mig af því að ég er að prjóna Möbíusar-herðaskjól (Freyja!!!) sem var uppskrift af í skemmtilegu prjónabókinni sem börn og tengdabörn gáfu mér í jólagjöf. Eftir nokkrar tilraunir tókst að fitja upp Möbíusar-fit á 80 cm hringprjóninn. Nú er að sjá hvað kemur út úr þessu ef prjónað er stanslaust undir “De fortvivlede husmødre” sem sömu aðilar gáfu mér líka í jólagjöf.

Annað sem familían gæti haft áhuga á er að nú er Jósefína á forsíðu Kattholts, sjá kattholt.is. Flestir hafa væntanlega þegar kveikt á því að hún er á fésbókinni, undir nafninu Jósefína Dietrich (vegna sérstakrar raddbeitingar).

Akkúrat núna eru drengirnir að prófa ísvélina (sem við hjónin fengum í jólagjöf), þeir stauta sig fram úr uppskrift á engilsaxnesku og mér heyrist að Jósefína sé eitthvað að hjálpa til í vigtun hráefna - og er skömmuð fyrir vikið! Aumingja litla dýrið … Best að að loka sig af inni í stofu meðan þessu fer fram.

Ummæli (4) | Óflokkað, Daglegt líf