31. desember 2009

Gleðilegt nýtt ár!

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir gamla árið!  Þessi kveðja er kannski dálítið snemmbúin því enn eru margar klukkustundir eftir af þessu ári … en miðað við líðan í gær er eins gott að tjá sig þegar færið gefst.

(Ég hef alltaf haldið að ég vissi hvar botn þunglyndisins væri. Núna veit ég að það var bara sylla og nú er ég stödd í botnlausu helvíti. Ég gæfi hvað sem er til að fá frí frá líðaninni í nokkrar klukkustundir!)

3 ummæli við “Gleðilegt nýtt ár!”

 1. hildigunnur ritar:

  Gleðilegt ár - vona það verði talsvert gleðilegra þín megin!

 2. Gurrí ritar:

  Gleðilegt nýtt ár.
  Kíkti á síðu Kattholts og sótti um vináttu við fallegu kisuna þína á Facebook. Vona að hún samþykki mig.
  Kær kveðja.

 3. Vilborg D. ritar:

  Hjálpi mér hamingjan, hvað ég vona til Guðs og góðra vætta að þú fáir bata frá þessu skrambans þunga lyndi. Hugsa til þín ljós í myrkrið.