Færslur frá 29. janúar 2009

29. janúar 2009

Aumur dagur

Einhverra hluta vegna er þetta þunglyndisdagur dauðans! Sé ekki ástæðu til að fjölyrða; ég er þaulvön að pompa ofan í þessa drullupytti á lífsleiðinni.

Plúsmegin má segja að ég setti upp fésbók / smeðjuskruddu og játaði öllum óskum um vinskap hvort sem ég þekkti fólkið eða ekki … nei, djók, ég þekkti alla ;)  

Sýnist fésbókin afturhvarf til hinna góðu tíma þegar maður notaði kermit, talk, gopher, Veroníku og allt það:  Sem sagt meira og minna kjaftæði um ekki neitt en skemmtilegt og gáfulegt af því það var í tölvu.

Ummæli (0) | Óflokkað, Geðheilsa