Færslur frá 22. febrúar 2009

22. febrúar 2009

Smá móðurlegt mont

sem ég skrifa aðallega fyrir ömmurnar! En frumburðurinn er sumsé orðinn andlit skólans síns, HR.  Sé farið á http://www.ru.is þá eru þar kynningarmyndbönd á forsíðunni og drengurinn er bæði í vídjóinu um lagadeild og líka vídjóinu sem er þarna “Um Háskólann í Reykjavík”. 

 

Þótt auðvitað sé vitað frá forneskju að börn erfa gáfur frá mæðrum sínum en útlitið frá feðrum get ég ekki stillt mig um að benda á gáfulegt fas frumburðarins, þar sem þetta tvennt sameinast.

 

 

Ummæli (4) | Óflokkað, Daglegt líf