Færslur frá 12. mars 2009

12. mars 2009

Til að ganga í augun á frumburðinum

skal tilkynnt að nú tekst mér að vera 3/4 af þolfimitímanum og fæ þá að fara. Ég er elst í hópnum - fyrsta sinn sem ég upplifi mig sem eitthvað gamla - og obbinn af hinum fimu stúlkum í kickboxinu eru fyrrverandi, núverandi eða tilvonandi nemendur mínir. Þær eru ósköp næs og leggja mig ekki í einelti, þrátt fyrir ágætis aðstæður til þess.

Markmiðið er að vera heilan tíma.  Ég er bara svo dj… slöpp og úthaldslítil.  Reikna með að það lagist eftir því sem á námskeiðið saxast. (Búnir 4 tímar og ég hef bara skrópað í einn … vegna magapestar eða kvíða - það er ekki nokkur vegur að þekkja þetta tvennt í sundur.)

Mér finnst kickbox frekar skemmtileg íþróttaiðkun og mun njóta þess að hugsa um kýlingar þeirra sem mér þykja leiðinlegir, alveg austur - vestur, þegar mér hefur tekist að ná sporunum, a.m.k. 50% af þeim. Ég missti af Salsa tímanum á þriðjdag. Þetta er mun skemmtilegra en pallaþramm og hopp.

Hin líkamsræktin - var mikið pallar í þessa tvo - fjóra tíma sem ég mætti- var alltof mikil stappa af missveittum konum (og einum karli) í alltof litlum sal. Auk þess kunnu allir á pallana nema ég. Ég var sko ekki að fíla þetta! Svo fatta ég ekki af hverju tónlistin er höfð svo hávær (gildir bæði um Jaðarsbakka og Vesturgötuhúisð) að enginn heyrir orð af því sem þolfimikennarinn er að hrópa. Vill til að ég er flink að lesa af vörum ;)

Þetta saxast …

Ummæli (2) | Óflokkað, Daglegt líf