Færslur frá 15. mars 2009

15. mars 2009

Íþróttir og stjórnmál: I love it!

Ég er byrjuð á Ættarsögunni miklu!  Satt best að segja fannst mér að upphafsetningin ætti að vera: “Á ofanverðum dögum Haralds konungs í Noregi …” til þess að ná sem flestum merkilegum skyldmennum inn í Æ.m. Svo sá ég að til þess entist mér ekki æfin og lét duga að hefja Ættarsöguna miklu um 1850 og þá lauslega fram undir 1900. Þótt byrjunin væri nýmóðins er Æ.m. skrifuð eins og Íslendingasaga, þ.e.a.s. alls konar angar og flækjur myndast við hlið aðalþráðar.  Í Íslendingasögunum leiðir svoleiðis lagað oftast til þess að einhver er drepinn. Læf, eins og Æ.m. fer þetta yfirleitt í að útskýra flókin fjölskyldutengsl manna, á tímum þegar fína fólkið tók ekki niður fyrir sig í pöpullinn!

Nema hvað; ég er rétt að skríða yfir aldamótin 1900 í þessu ættarverki.

En að öðru og vítaverðara efni! Sem ég sat snemma á sunnudagsmorgni og þaullas Íþróttasíðu Morgunblaðsins út í hörgul, eins og ævinlega (NOT! þetta er brandari) sá ég að einhver breskur íþróttaálfur, nefndur Owen, er að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, undir nafninu Örvar! Til að koma nú sönnunargögnum fyrir tróð ég mynd af Örvari við hliðina á umfjöllun um gang Ættarsögunnar miklu en myndin af Óweni er hér til hliðar.  Það leikur ekki nokkur vafi á því að þetta er sami maðurinn, leikandi tveimur skjöldum!

Báðir með tvo hvirfla?  Ætluðu þeir að verða tvíburar?

Þetta finnst mér mjög spúkí!

Ummæli (1) | Óflokkað, Daglegt líf, Ættin