Færslur frá 12. október 2009

12. október 2009

Það bjargast ekki neitt

það ferst, það ferst!  Þetta er uppáhaldsharmljóð eins kollega míns. Í augnablikinu er ég meira upptekin af lokahendingunum: “Það andlit sem þú berð, er gagnsæ gríma / og bak við hana sér í auðn og tóm.”

Ég SKAL komast í vinnuna á morgun og vona að gríman sem ég set upp verði ekki of gagnsæ fyrir elskulega nemendur mína.

Mér líður ömurlega ömurlega og sé enga bót í náinni framtíð … ef einhver byði mér raflost  á þessari stundu mundi ég sennilega segja já (sem er þó út í hött miðað við fórnirnar sem sú læknisaðgerð hefur fyrir mig).

Ummæli (3) | Óflokkað, Geðheilsa