Færslur frá 9. nóvember 2009

9. nóvember 2009

Útskrifuð

Ég var formlega útskrifuð af geðdeild í dag. (Sem betur fer er manni sagt að maður sé velkominn aftur, sem er virkilega sætt boð, en ég vona að ég þurfi ekki að þiggja það.)

Ég má byrja að vinna á fimmtudaginn. Vona að næstu tveir dagar gangi sæmilega hjá mér, heima á minni einkageðdeild. Ég er a.m.k. ákveðin í að passa mig sem mest og gera sem minnst - hef lítinn áhuga á að versna á ný!

Of þreytt til að skrifa meir …

Ummæli (2) | Óflokkað, Geðheilsa