Færslur frá 19. nóvember 2009

19. nóvember 2009

Smá tíst

frá bloggynjunni, sem er óendanlega þreytt alltaf! Þessir hektísku síðustu kennsludagar + prófatilbúningur eru ekki hollir fyrir hálfgeðveika manneskju; ég hef hreinlega ekki orku í þetta! Orkan fer öll í kennslustundir.

Ég gefst upp við að hugsa meira í dag (var að reyna að berja saman lokapróf) og fer þess í stað í að aflúsa skrárnar mínar af this.is þjóninum - ef allt gengur að óskum ættu allar myndir (í myndasöfnum og á bloggi) að birtast á ný.

Ummæli (1) | Óflokkað, Geðheilsa