Færslur frá 25. nóvember 2009

25. nóvember 2009

Haga sér eins og hinn íslenski karlmaður í þúsund ár!

Ef þess væri nokkur kostur væri ég í bælinu í dag. Þess er hins vegar ekki kostur og því hef ég brugðið yfir mig karlmennskugrímu sem myndi sæma hvaða Íslendingasöguhetju sem er (nema Agli því hann þurfti stundum að láta undan síga fyrir helv. þunglyndinu … en sennilega hafa þeir Þorgeir Hávarsson og Þormóður félagi hans aldrei þurft að lúffa og þar með tek ég mér þá til fyrirmyndar).

Taka 20 mínútur í einu í dag … það er aðferðin!

Ummæli (0) | Óflokkað, Geðheilsa