Færslur frá 4. desember 2009

4. desember 2009

Í Helju

Þessi færsla er til að tilkynna að einkageðdeildin á Vallholtinu hefur opnað á ný. Í gær sló mér svo rækilega niður að ég man ekki til svo mikilla átaka, áður en botninum var náð. Ég er búin að grenja í meir en  sólarhring, get ekkert og ekki einu sinni tjáð mig almennilega munnlega, við heimspekinginn minn. Núna er dofinn að færast yfir … og kuldinn. Ef ég skríð upp í rúm og slaka aðeins á byrja ég að grenja. Ef ég reyni að hanga á löppum líður mér eins og ég sé áhorfandi að heiminum - ég er einhvers staðar í skuggaríki þar sem er kuldi og frost. Þetta ágæta sjúkdómseinkenni þunglyndis, að líða eins og maður sé frosinn og algerlega heillum horfinn, er að sumi leyti skárra en kvíða- og grátköstin. Svo er gott að vera verseruð í heljufræðum ásatrúarmanna.

Ég hef ekki hugsað mér að fara út í frekari smáatriði en tilkynni vinum, ættingjum og nemendum mínum að ég get ekki haft samskipti við fólk hvorki læf né í síma fyrr en einhvern tíma eftir helgi. Nemendur mínir fá forfallakennara til að fara yfir prófin en kannski gleðjast mín góðu börn eitthvað yfir því að ég var búin að búa prófin til áður en mér var varpað út í ystu myrkur nánast óforvarendis.  Þið verðið að spyrja aðra en mig hvernig þetta verður græjað.

Ummæli (1) | Óflokkað, Geðheilsa, Daglegt líf

Beigurinn og geigurinn …

     

     

   

   

   

   

   

Ummæli (0) | Óflokkað, Geðheilsa