23. janúar 2010

Á röngunni?

Í gær kynntist ég kenningum manns sem heldur því fram að einungis sé til eitt kyn, sem ýmist sé á réttunni eða röngunni. Konur eru á röngunni (inside out!). Gæti þetta verið orsök þunglyndis og kvíða (með stuðnings-tilvitnunum í Freud)?

Seinna í dag ætla ég að blogga um skólann og námið. Ef mér tekst að hanga í heimi lifenda. Þetta niðurtrapp lyfja er farið að hafa veruleg áhrif! Það hlýjaði að hitta vaktmann af 32 A uppi á Þjóðabókhlöðu í gær :) Kannski maður ætti að flytja suður um stund?

Er farin í bælið.

Ein ummæli við “Á röngunni?”

 1. Gurrí ritar:

  Eitt kyn … ja hérna, ég held því blákalt fram að innræting sé það sem hafi mest áhrif á kynin. Ef einhverjum er sagt nógu oft að hann sé góður/lélegur í einhverju þá fer hann að trúa því. Ég trúði því lengi vel að konur væru t.d. lélegri bílstjórar en karlar af því að því var/er haldið að konum. (Mögulega til að karlinn fái bílinn oftar … hehehe)
  Því er líka haldið fram að konur konur rati eftir innsæi, ekki kortum eins og karlar. Það afsannaðist þegar ég fór til New York undir aldamótin og var auðvitað gjörsamlega áttavillt þar til ég fékk lánað kort af borginni. Karlkynsferðafélaginn var steinhissa á mér en hann, hámenntaður maðurinn, trúir þessu bulli. Þarna fór ég fyrst að hugsa um innrætingu. Staðalímyndir eru auðvitað bara fyndnar en því miður trúa því margir að konur geti t.d. ekki bakkað í stæði og hafi meira gaman að sannsögulegum dramamyndum (bjakk) en fótbolta … Þetta hafði t.d. af mér fótbolta í mörg ár og þegar ég vaknaði loks var Stöð 2 auðvitað búin að stela Enska boltanum frá RÚV og ég tími ekki að kaupa aðgang að sportstöðvunum.

  Ég er spennt að sjá meira frá þér um karla á réttunni og konur á röngunni! Ef þú nennir að blogga um það. :)

  Sendi þér góðar kveðjur frá Langasandinum með von um batnandi heilsu.

  P.s. Það er alltaf gaman að fá fréttir af Jósefínu hérna þótt hún sé öflug á Facebook.