Færslur frá 22. mars 2010

22. mars 2010

Fokking dagamunur

heldur áfram. Þetta er einhver dýfa sem hefur nú staðið í tæpa viku. Mér finnast kvíðaeinkennin verst; líður eins og ég sé með slæma timburmenn, öll í ójafnvægi. En ég nenni ekki að lista líkamleg einkenni kvíðaröskunar akkúrat núna.

Ráðið er að setja upp nákvæma stundatöflu dagsins í dag. Spurning hvort blundur um eftirmiddaginn sé til bóta; Það er dýrlegt að sleppa klukkutíma úr þessari líðan en e.t.v. gerir það kvöldið verra? (Annars mundi ég nefnilega geta farið fyrr að sofa.)

Hirði heldur ekki um að lista aktívitet dagsins í dag en fullvissa dyggu lesendurna um að mestallt er voðalega hollt!

Hafi ég verið farin að halda að ég gæti sinnt vinnu eða einhverju svoleiðis eru slíkir draumórar fyrir bí núna, altént í dag …

Ummæli (0) | Óflokkað, Geðheilsa