Færslur frá 12. maí 2010

12. maí 2010

Brain is pain

Lærði þennan frasa á kvíðanámskeiðinu áðan - helv. fínn frasi! Skýrir margt ;)   Ég verð æ ánægðari með þetta námskeið og eygi loksins von um að geta gert eitthvað sjálf til að mér batni eitthvað. Það er náttúrlega undir því komið hversu dugleg ég verð að nýta ýmis ráð og æfingar, sem er vel að merkja meir en að segja það en sennilega ekkert verra en halda út líkamsræktarnámskeið (sem mér hefur reyndar gengið bölvanlega að tolla á, til þessa). Meðan meinta kraftarverkalyfið virkar álíka og Vígðalaug við nærsýni er eins gott að grípa hvaða góð ráð sem gefast.

Ég var sama sem hætt við að fara til þurrabúðarinnar í dag, leið ömurlega, en ákvað að taka mig til, fara út á strætóstöð og hætta við þar, ef ég væri enn á valdi hörmunganna. Þetta trikk dugði og ég er æðislega fegin enda líður mér margfalt betur eftir námskeiðstímana í dag. Af hverju eru ekki höfð svona námskeið inni á geðdeild? (Eða bara einhver námskeið?)

Hef ákveðið að horfa á Poirot í kvöld og lesa Örvæntingarfull í Odessa, sem lofar ljómandi góðu, þrátt fyrir að vera flokkuð sem chick-bókmenntir (sá þá flokkun í einhverri dagblaðsumsögn … er komin með “stelpu-bækur” upp í kok eftir ofskömmtun af Sophie Kinsella … en úkraínska umhverfið er mun skemmtilegra só-far).

Ummæli (3) | Óflokkað, Geðheilsa