24. október 2010

Geðdeild

Ég er komin inn á geðdeild og verður því vart bloggs að vænta næstu þrjár vikurnar - tölvuaðgangur er mjög takmarkaður og faktískt er ég of veik til að blogga.

Eitthvað virkar facebook einkennilega í þeirri einu netttengdu tölvu sem hér býðst og ég get ekki lesið skilaboð í FB. Ef einhver vill hafa stafrænt samband við mig er skást að gera það á þessu bloggi eða senda hér tölvupóst, á harpa@fva.is.

Vonandi hjarna ég við og get farið að blogga einhvern tíma fyrir jól ;)

6 ummæli við “Geðdeild”

 1. Valdís ritar:

  Sæl Harpa. Vonandi færðu bót þinna meina. Ég get rétt ímyndað mér hve erfitt það er ofan á sjúkdóminn að geta ekki verið tölvutengd almennilega. Ertu ekki með fartölvu?
  Batakveðja
  Valdís

 2. Harpa ritar:

  Nei, hef ekki heilsu í fartölvu … læt duga takmarkaðan aðgang að tölvu fjóra daga í viku. Ætti að slá niður hugsanlega tölvufíkn ;)

 3. Valdís ritar:

  Fíkn? Er þetta ekki bara nútíminn? En sennilega er gott að taka sér frí frá skjánum … Amen

 4. Harpa ritar:

  Takk Valdís - vel mælt og ábyggilega rétt! ;) Ef ég hjarna eitthvað við má athuga fartölvu. Sem stendur er nægt verkefni að komast í gegnum heilan 72 klukkustunda dag og það sem ég held fastast í eru prjónar og saumnál. Virkar sennilega betur en FB eins og á stendur.

 5. Hafdís Helgadóttir ritar:

  Sæl Harpa
  Leiðinlegt að heyra það. Vona að þú verðir fljót að ná þér og hafir nóg á prjónanna. Kv. Hafdís

 6. Ragnheiður Hilmarsd ritar:

  Góðan bata
  ég las margar færslur til baka, hef greinilega slugsað hér við mætingu
  Hlakka til að lesa meira