Færslur frá 20. janúar 2010

20. janúar 2010

Sloppadagur II

Er enn í sömu Joe Boxer en komst nú í sturtu í gær svo ástandið er ekki alslæmt. Mér líður eins og einhver hafi dáið. Mér líður líka eins og ég sé ekki alveg í takti við heiminn (gamla góða óraunveruleikatilfinningin / firringartilfinningin dúkkar upp). Þá er nú gott að eiga þykka sæng (vonandi ekki úr handreyttum gæsadúni af lifandi gæsum!).

Maðurinn er í þurrabúðarmenntunarferð, unglingurinn er sofandi (hann hefur viðurkennt vanmátt sinn gegn svefni og að honum er orðið um megn að stjórna eigin svefntíma … og fékk svo að vita að nú eru bara 11 spor eftir, sem ég á reyndar eftir að semja). En þar sem maðurinn er af bæ og fer svo á Rotarí-fund verðum við unglingurinn að hanga vakandi kringum 7 til að geta pantað og sótt pizzu, sem er fastur liður þá maðurinn er af bæ.

Ég stefni á að semja fljótlega spor fyrir prinspóló-ofneytendur; Át sex í röð um hádegisbilið!  Það fokkast einhvern veginn allt upp á svona sloppadögum.

Ummæli (8) | Óflokkað, Geðheilsa