Færslur frá 21. janúar 2010

21. janúar 2010

Sloppadagur III, með varíasjón

Tilbrigðið var að fara yfir götuna, segja hæ við mann og annan og síðan allt slæmt … leyfa m.a. örfáum að kyssa sig á kinn. Erindið var að ljósrita.

Fyrir tilbrigðið svaf ég vitandi vits í svona 2 tíma, um morguninn. Eftir tilbrigðið hrundi ég ofan í rúm og svaf ógurlega fast í svona 3 tíma.

Hef ekki meikað það í bað en meikaði að setja Joe Boxer í óhreintatautið og finna grískar léreftsbrækur í staðinn.

Statusinn er settur á strætóferð snemma fyrramáls, setur á Þjóðarbókhlöðu og sjálfsagt meiri ljósritun. Verður hart undir tönn að ná ekki í neinar sængur og tilbehör fyrr en um kl. 15. En þetta skal hafast! Ég tuða samviskulega að mér að þetta sé, þegar allt er skoðað, bæði miklu skemmtilegra en líkamsrækt og miklu meiri líkur á að ég tolli (í HÍ altso) en í eróbikk, spinning eða reiparjóga! Manneskja sem treystir sér varla út að næsta staur?  Koma so!

Auður litla var að gifta sig og þau eru ekki búin að gera’ðað ennþá … svo ritdómur bíður enn um sinn …

Ummæli (2) | Óflokkað, Geðheilsa, Skólamál