6. ágúst 2011

Saga Sögu Akraness

Ég er að ganga frá ýmsu efni þessa dagana, frá útsaumsstykkjum til stafrænna hannyrða. Þar á meðal hef ég raðað saman bloggfærslum í færsluflokknum Saga Sögu Akraness og sett upp í pdf-skjal, sem vitaskuld er mun læsilegra en í þessu bloggumhverfi. Augljósar villur voru leiðréttar og fyrstu tvær færslurnar felldar betur saman en að öðru leyti var færslunum ekki breytt. Þeim fylgja svo langar og leiðinlegar töflur unnar upp úr fundargerðum ritnefndar um sögu Akraness. Pdf-skjalið er því ekki ritgerð um efnið heldur sést greinilega að ég var að kynna mér það jafnóðum og ég samdi bloggfærslurnar … aftur á móti gæti þessi texti orðið góður grunnur að grein, ritgerð eða fréttaskýringu, tel ég. Og væri þetta ekki upplögð jólagjöf, útprentuð og bundin saman með rauðum slaufum?

Plaggið má nálgast á http://harpahreins.com/Saga_Sogu_Akraness.pdf

Fréttir af Sögu Akraness eru engar ennþá en ekki er óhugsandi að gefist tækifæri til að skrifa 2. bindi Sögu Sögu Akraness einhvern tíma ;)   Bæjarstjórinn þagði þunnu hljóði í því Skessuhorni sem ég bjóst við að hann notaði til að biðja mig afsökunar, sérstaklega af því hann hélt því fram í útvarpsþætti að hann hefði alls ekki lesið bloggfærslurnar mínar sem hann þó lýsti yfir að væru þrugl, hefði einungis lesið Fjórðungsdóminn, en í honum hefur hann ekki hrakið eitt einasta atriði. Það er merkilegt hve framámenn í bæjarpólitíkinni eru duglegir að ýmist róma eða tæta niður texta sem þeir hafa alls ekki lesið … er þetta eitthvert nýtt trend? 

Það verður gaman að taka upp léttara og ábyrgðarlausara hjal á þessu bloggi nú síðsumars og ég stefni á að hvíla heimildablogg um sinn.

2 ummæli við “Saga Sögu Akraness”

 1. JR ritar:

  Þú átt þakkir fyrir alla þína skrift um sögu Akranes og aulaskap pólitíkusa á bæjarfélaginu !
  En eins og allir vita, þá er það með íslenska pólitíkusa, þeir hugsa bara um eigið rassgat !

  Vinnubrögðin varðandi þetta verk er lýsandi hvernig og hves vegna íslenskt þjóðfélag fór fyrir vinnubrögð íslenskra pólitíkusa, í öllum flokkum á hausinn !!!!!

  Síðan er það verklag þessara pólitíkusa að það á að lögsækja þá sem fengu ekki einu sinni að kíkja á !!!!!

  Klíkubræður eru allir eins !

 2. Vigdís ritar:

  Menn hafa nú ekki hikað við að ritdæma bækur og bætt hróðugir við á eftir að þeir hafi ekki lesið bókina.