27. desember 2011

Vefur um siðblindu

Ég hef ofið siðblindufærslurnar og ætti að vera þægilegra að skoða efnið á vef heldur en í þessu bloggumhverfi. Slóðin er:

http://sidblinda.com

5 ummæli við “Vefur um siðblindu”

 1. Jóhannes Laxdal ritar:

  Flott framtak Harpa. Það er rétt hjá þér að svona efni “týnist” gjarnan á blogginu.
  Þarna eru greinarnar aðgengilegar hvenær sem er. Ein smá leiðrétting á texta; Þessi vefur fjallar sækópatíu þarna vantar orðið um
  Fyrirgefðu nöldrið, en þetta stakk pínulítið í augu. Ég ætlaði ekkert að prófarkalesa vefinn :)

 2. Carlos ritar:

  Dugnaðarforkur ertu, Harpa! Gaman að sjá þessar greinar á einum stað og flokkaðar.

 3. Harpa ritar:

  Takk takk. Ég er sjálf búin að finna slatta af villum og reikna með að dúlla við að leiðrétta þær, yfirleitt er það þannig með vefi að maður er að taka eftir þessu smám saman. Ef einhverjir sjá fleiri villur þá er ég þakklát fyrir að fá að vita af þeim. Ég er sjálf orðin með það mikinn athyglisbrest að ég sé ekki eigin stafsetningarvillur - sem er vitaskuld erfitt hlutskipti fyrir fyrrum íslenskukennara ;)

 4. Helgi Ingólfsson ritar:

  Til hamingju, Harpa.

  Þetta er eftirtektarverð samantekt, með heilmiklu lesefni. Maður rétt nær að fleyta rjómann ofan af í fyrstu atrennu.

 5. Harpa ritar:

  Borgar sig bara að skanna vefinn hratt svo fremi sem þú ert ekki svo óheppinn að hafa kynnst sækópata. (Raunar held ég nú samt að flestir hafi verið svo óheppnir á einn eða annan hátt, þessi kvikindi hafa gífurleg áhrif miðað við hvað þau eru fá.) Ég sé pínulítið eftir að hafa ekki skoðað greinar um sækópatíu í “költ”-hópum en bæti kannski úr því seinna. (Fannst að það ætti lítið erindi við okkur hér uppi á Íslandi en kannski hefur það verið misskilningur.)