Færslur frá 27. mars 2014

27. mars 2014

Litla stúlkan og sjálfsvígslagið og hannyrðapistlar

Ég set orðið afrit af eigin pistlum sem birtast í Kvennablaðinu inn á nýtt blogg/afritsbloggið mitt á harpahreins.com/blogg  því bloggumhverfið þar er miklu þægilegra en þetta gamla á þessu bloggi. Það kemur sá tími í lífi hverrar konu að hún nennir ekki að eyða ómældum tíma í að sansa myndir og uppsetningu með HTML-skipunum í óþægum HTML-ritli ;)

Á hinn bóginn vil ég halda í mitt gamla blogg lengur en það fer dálítið eftir eðli pistla hvort ég birti þá þar eða hér.

Nýjasta færslan mína er Litla stúlkan og sjálfsvígslagið. Ýmsa hannyrðapistla sem ekki hafa birst á þessu bloggi er einnig að finna á harpahreins.com/blogg Uppsetning á því bloggi er ekki fullkláruð og ég biðst afsökunar á því (ekki er búið að flokka eldri færslur nema takmarkað og ekki búið að íslenska nema hluta umgjörðar og enn birtast efnisflokkar og leitarmöguleiki neðst í skjáþulunni … en þetta verður lagað með tíð og tíma).

Ummæli (0) | Óflokkað